Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Að borða meðvitað

Hugur

 

Á hverjum degi tökum við fjölmargar ákvarðanir varðandi mat og drykk. Talið er að ákvarðanirnar séu allt upp í heilar tvö hundruð á dag sem á einhvern hátt tengjast því sem við borðum, t.d. hvað þú átt að elda, hvað þú kaupir inn, pantar þú stóran eða lítinn skammt, hvað velur þú af hlaðborðinu, hvað þú pantar þér á veitingastað svo eitthvað sé nefnt.

Hugtakið núvitund - það að vera meðvituð/meðvitaður um það sem gerist á líðandi stundu - teygir sig líka yfir í matarvenjur okkar og það að borða meðvitað getur gjörbreytt hegðunarmunstri þínu gagnvart mat. Að borða meðvitað þýðir einfaldlega að þú borðir aðeins þegar þú ert svöng/svangur, þú hættir að borða þegar þú ert södd/saddur og njótir hvers bita.

Hér eru fjórtán góð ráð til hjálpa þér að taka betur eftir þegar þú borðar:

1. Langar þig virkilega í þennan mat? Stoppaðu í stutta stund áður en þú stingur einhverju upp í þig og spurðu þig: Af hverju er ég að borða þetta? Er ég svöng/svangur eða leiðist mér?
2. Sestu niður til þess að borða. Í rannsókn sem birt var í the Journal of Health Psychology var sýnt fram á að fólk sem borðaði á hlaupum eða fyrir framan sjónvarpið borðaði meira milli mála en þeir sem settust niður og spjölluðu við vin.
3. Borðaðu eins og barn. Skoðaðu matinn, finndu lyktina og bragðið. Ekki skófla matnum í þig.
4. Ekki borða hádegismat við skrifborðið. Þó að þú getir gert margt í einu þá getur heilinn ekki einbeitt sér að matnum þegar þú ert að vinna og þú ert ekki eins södd/saddur eftir að hafa borðað.
5. Búðu til hraðahindrun með matnum á disknum. Notaðu hnífapörin til að skipta disknum í tvo hluta. Þá tekur þú eftir þegar þú ert búin/n að borða helminginn, þó að þú sért í hróka samræðum. Stoppaðu og athugaðu hvernig maganum líður. Er hann saddur eða svangur?
6. Prófaðu nýjan og framandi mat. Þegar þú smakkar nýjan mat borðar þú hægar, horfir, smakkar, lyktar og borðar þá líklega minna. Þá ertu ekki að borða hugsunarlaust.
7. Ekki neita þér um það sem þér þykir best. Leyfðu þér að fá þér uppáhalds óhollustuna öðru hvoru og njóttu þess. Nærðu líkama og sál án þess að fá samviskubit.
8. Það má fá sér sætindi en ekki hafa það við hendina. Það er mikil munur á því hvort þú þurfir að standa upp og sækja þér einn og einn mola eða hvort þú sért með skál fyrir framan þig. Og ekki vera hagkvæm/ur þegar kemur að sætindum og kaupa meira magn á lægra verði.
9. Tyggðu eins og kú. Rannsókn sem bar saman magn af mat, þar sem einn hópur fólks borðaði með heyrnatól og annar hópur heyrði sig tyggja, sýndi fram á að þú borðar minna ef þú heyrir í sjálfum þér tyggja.
10. Búðu til viljastyrk. Notaðu líkamstöður eins og að krossa hendur eða kreppa hnefann til að hjálpa þér að breyta hegðun þinni þegar þig langar í eitthvað sem þú ætlar ekki að fá þér eða langar í meira af.
11. Leiktu þér með áferð á mat. Breyttu áferðinni á mat sem þú þekkir til að gera hann meira spennandi. Frystu vínber eða ávexti, settu heilhveiti brauðteninga yfir gufusoðna grænmetið o.s.frv.
12. Fylgdu reglunni með að velja á milli. Veldu t.d. á milli forréttar eða eftirréttar, víns með matnum eða eftirréttar þegar þú pantar þér mat. Ekki fara alla leið.
13. Hafðu eldhúsið hreint og fínt. Talið er að fólk borði meira þegar allt er í drasli í eldhúsinu, póstur, bréf og dagblöð út um allt.
14. Endaðu máltíðina á uppáhaldinu þínu á holla disknum! Við virðumst muna lítið eftir því sem við borðum. Að enda máltíðina á einhverju sem þér þykir gott er góður ávani því þá eru meiri líkur á að þú munir eftir því og langir í það aftur. Ef þú ert t.d. að borða kjúkling, salat og kartöflur og þér þykir salatið best - endaðu á því.

Lausleg þýðing úr Times tímaritinu um Mindful eating - 14 leiðir til þess að borða meðvitað og njóta þess.

Fjórtán góð ráð til hjálpa þér að taka betur eftir þegar þú borðar!

Ultrahuman - Sílesandi blóðsykursmælir

26.990 kr. 21.592 kr. -20%

Blóðsykursbyltingin

5.990 kr. 4.792 kr. -20%

Drink it now - vatnsflaska

3.590 kr. 2.872 kr. -20%
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka