Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Appelsínulaus sódavatnsdrykkur

Næring

Það sem til þarf:

2,5 cm biti af engifer, saxaður

2 mintugreinar, blöðin týnd af og e.t.v. ein grein að auki til að skreyta

1 rósmaríngrein, blöðin tínd af, og e.t.v. önnur til að skreyta

Rifinn börkur af 1 óhúðaðri appelsínu og e.t.v. sneið til að skreyta

¼ tsk túrmerikduft

1 msk eplaedik

Nokkrir klakamolar

Sódavatn til að fylla glasið

 

Já, þetta lítur út eins og appelsínusafi en svo er alls ekki.

Appelsínusafi (og allir ávaxtasafar ef út í það er farið) er bein ávísun á blóðsykursrússíbana en þessi drykkur hér minnkar blóðsykurstoppa.

  • Setjið engifer, mintu, rósmarín, appelsínubörk, túrmerik og eplaedik í hátt glas og notið skaftið á trésleif til að stappa allt saman.

  • Fyllið glasið af sódavatni. Setjið svo klakamola í annað glas og síið drykkinn yfir. Berið hann fram með appelsínusneið eða mintu- eða rósmaríngrein til skreytingar, ef ykkur sýnist svo.

 

Magn: fyrir 1 

Undirbúningstími: 5 mínútur

Glútenlaust og vegan

 

Uppskriftin er úr bókinni Fjórar vikur fjögur ráð eftir Glúkósagyðjuna Jessie Inchauspe. Bókin fæst í vefverslun Hreyfingar

Fjórar vikur fjögur ráð

6.990 kr. 5.592 kr. -20%

Blóðsykursbyltingin

5.990 kr. 4.792 kr. -20%

Ultrahuman - Sílesandi blóðsykursmælir

26.990 kr. 21.592 kr. -20%
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka