Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Átta öflug ráð fyrir enn betri húð!

Hugur

Heilbrigt líferni skilar sér á ótal vegu - verndaðu stærsta líffærið


"There is something you do every single day, eat. Food is the most powerful drug on the planet." 


Dr. Mark Hyman er starfandi heimilislæknir, leiðtogi og vel þekktur talsmaður heildrænnar læknisfræði í dag. Hann segir að matur sé öflugasta lyf sem til er í heiminum. Ekki einungis lækni matur sjúkdóma (snúi þeim við) heldur komi hann í veg fyrir þá. 

Hann er einn þeirra sem hefur ítrekað bent á þá staðreynd að við getum ekki bara rekið heilbrigðiskerfið á einn veg, þannig að við séum að bregðast við og lækna veika heldur þurfum við að vinna forvarnarvinnuna og koma í veg fyriri veikindin. 

Það sem þú setur á diskinn þinn er mun öflugra en hver önnur tafla. 

Þegar Dr. Mark Hyman fær til sín fólk sem þjáist af húðvandamálum nálgast hann alltaf vandann í þessum skrefum:


1. Slepptu hvítum sykri og unnum matvælum
Sykur bindur sig við amínósýrur í kollageni og elastíni líkamans sem veldur því að húðin þín eldist.

2. Skoðaðu næmni þitt við matvælum
Næmni við matvælum getur kallað fram viðbrögð í húðinni. Algengasti sökudólgurinn eru mjólkurafurðir, sem valda bólum. Besta leiðin til að komast að næmni þinni fyrir matvælum er að taka alla algengustu sökudólgana, glútein, hveiti, mjólkurafurðir, soy og sykur, út úr mataræðinu í 21 dag og bæta svo einum í einu inn í mataræðið aftur og kanna möguleg viðbrögð.

3. Bættu þarmaflóruna
Algengt er að húðin þín endurspegli heilbrigði þarmaflórunnar. 

4. Hámarkaðu næringarinnihald
Þú þarfnast margvíslegra næringarefni til að halda húðinni heilbrigðri. Skortur á zinc og D vítamíni getur til dæmis valdið exemi, bólum og psoriasis. 

5. Stundaðu líkamsrækt og svitnaðu
Þegar þú svitnar, skilar þú eiturefnum út um húðina. Saunur og gufuböð eru líka góð leið til að losa líkamann við eiturefni. Reyndu að svitna nokkrum sinnum í viku. 

6. Sofðu betur
Lélegur svefn flýtir fyrir öldrun húðarinnar og dregur úr virkni hennar. Of lítill svefn eykur auk þess streitu, sem er stór áhrifavaldur á húðina. 

7. Dragðu úr streitu
Rannsóknir sýna að streita getur gert húðvandamál enn verri. Algengt er að fólk með psoriasis og excem versni undir álagi. Streita er óhjákvæmileg í daglegu lífi en þegar þú finnur leiðir til að stýra og ná böndum á daglegri streitu, t.d. með 20 mín hugleiðslu daglega, ert þú mun betur í stakk búin(n) til að mæta erfiðum dögum.

8. Veldu betri húðvörur
Hættu að nota krem og snyrtivörur sem innihalda paraben, petrochemicals, lead eða önnur skaðleg eiturefni. Lyf og efnablöndur (chemicals) berast auðveldlega í gegnum húðina inn í líkamann.

BL+ The Cream

8.900 kr. 7.120 kr. -20%

BL+ The Serum

17.900 kr. 14.320 kr. -20%

BL+ Eye Serum

17.900 kr. 14.320 kr. -20%
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka