Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Detox - hvað er nú það?

Næring

Detox er stytting á enska orðinu detoxification sem þýðir á íslensku afeitrun. Þegar talað eru um eiturefni í líkamanum er átt við efni sem ratað hafa inn í líkamann og hafa óæskileg, “eitrandi”, áhrif á hann til skamms eða langs tíma. 

Afeitrun er náttúrulegt ferli sem á sér í sífellu stað í líkama okkar í gegnum lifrina, lungun, nýrun, þarmana, sogæðakerfið og húðina. Það eru þessi líffæri sem sjá um að afeitra líkamann okkar. Í afeitrunarferli líkamans fjarlægir hann úrgangsefni og efni eins og E-efni, litarefni, geymsluefni, parabens, transfitusýrur, áfengi og sýklalyf úr líkamanum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta afeitrunarferli á sér í sífellu stað í líkamanum, öllum stundum yfir daginn hvort sem við erum meðvituð um það eða ekki. 

Heilbrigður lífsstíll getur svo sannarlega hjálpað líkamanum að vinna að afeitrun. Til dæmis eykur líkamleg áreynsla, heitir tímar og gufur útlosun svita (og efna) um húðina. Þolæfingar dýpka og efla öndun og auka blóðflæði um líkamann sem einnig bætir og hraðar afeitrunarferlinu. Engifer og pipar örva blóðflæðið í meltingarfærunum. Trefjar í fersku grænmeti bæta meltinguna og fleira mætti telja til. 

Það gefur þó auga leið að ávallt er langbest að forðast óæskilegu efnin og halda skömmtunum þannig að líkaminn ráði við magnið. Með því forðum við líkamanum frá því að eiturefnin fari að hafa slæm, skaðleg og mögulega langvinn áhrif á líkamlegt ástand okkar og heilsu.

Ef þú ert óviss um hvaða efni teljast óæskileg er gott viðmið að gæta hófs og velja þau matvæli (og efni) sem líta nokkurnveginn út eins og þau koma frá náttúrunnar hendi. Annað skaltu forðast. 


Grænn sítrónusmoothie - uppskrift
Hressandi hreinn, vænn og grænn heilsudrykkur

2 sítrónur
½ gúrka (skorin í bita)
Lófafylli af spínati
½ bolli af probiotic kókosjógúrt
1 tsk rifinn engifer
1 msk hrátt lífrænt hunang
½ tsk ferskt túrmerik eða túrmerik krydd
Svartur pipar
1 bolli ísmolar

Þó gúrkan sé ekki að vinna afeitrunarvinnuna í líkamanum þá styður hún við líkamlegt heilbrigði okkar og er einn af góðu valkostunum. Njóttu vel.

Ultrahuman - Sílesandi blóðsykursmælir

26.990 kr. 21.592 kr. -20%

Blóðsykursbyltingin

5.990 kr. 4.792 kr. -20%

10 skipta drykkjakort

15.900 ISK 13.990 kr. -12%
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka