Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Sykur eldir húðina

Næring

Hvítur sykur hefur slæm áhrif á næstum öll kerfi líkamans. 

Hvítur sykur er ekki einungis gríðarlega ávanabindandi og stór orsakavaldur í lífsstílstengdum sjúkdómum, heldur hefur hann einnig þá leiðinda hliðarverkun að flýta fyrir öldrun húðarinnar. 

Jú, vissulega hafa erfðir okkar og útfjólubláir geislar sólarinnar áhrif á hrukkumyndun, en sykurinn er annar sökudólgur sem vert er að ná böndum á.

Of mikill hvítur sykur getur komið í veg fyrir endurnýjun kollagens. 

Unnin matvara inniheldur gjarnan hvítan sykur og oft í meira magni en þig kann að gruna. Mörg húðvandamál má rekja til sykurneyslu en sykurinn æsir til dæmis upp einkenni rósroða og exems, fjölgar hormónabólum og veldur bólgumyndun í líkamanum sem brýtur niður kollagen.

Kollagen er eitt helsta uppbyggingar prótein líkamans, það er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum. Auk þess er kollagen veigamikill hluti af uppbygginga húðarinnar, hársins og naglanna. Kollagen prótein sjá til þess að vefir líkamans haldist teygjanlegir og sterkir. Sömuleiðis heldur kollagen húð okkar stinnri og teygjanlegri.

Í heilbrigðri líkamsstarfsemi framleiðir líkaminn kollagen en með aldrinum fer að hægja á framleiðslunni sem leiðir til að mynda til þess að húð okkar verður slappari og hrukkum fjölgar. Við förum að finna fyrir auknum liðverkjum og verðum stirðari. Það er því mikilvægt að við pössum upp á að neyta kollagenríkrar fæðu og forðumst þau matvæli sem kunna að draga ennfrekar úr framleiðslu kollagens. Kollagen fáum við í ríkum mæli í beinsoði og matvælum sem innihalda gelatín.

Ef sykur er veigamikill þáttur í daglegu mataræði getur hann dregið úr teygjanleika húðarinnar og þannig myndast ótímabærar hrukkur.

Ultrahuman - Sílesandi blóðsykursmælir

26.990 kr. 21.592 kr. -20%

Kollagen

4.990 kr. 3.992 kr. -20%

Blóðsykursbyltingin

5.990 kr. 4.792 kr. -20%
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka