Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla

BL+ Retinol Cream 0,3%

Til baka í vefverslun

BL+ Retinol Cream 0,3% inniheldur lífvirk efni sem hvetja til frumuendurnýjunar, örva kollagenframleiðslu og draga úr niðurbroti kollagens, vinna á litabreytingum, draga úr sýnileika svitahola og fílapensla.

Húðin verður smám saman þéttari og áferðarfallegri, fær aukinn ljóma, auk þess sem fínar línur og hrukkur verða minna sýnilegar.

  • Retinol er virkt efni, mikilvægt að byrja hægt og trappa upp notkun
  • Notkun eykur ljósnæmi, ráðlagt að nota sólarvörn samhliða
  • Prófað af húðlæknum
  • Án ilmefna
  • Innihaldsefni valin með rekjanleika og ábyrgð að leiðarljósi
  • Hentar vegan
  • Hentar venjulegri, blandaðri og olíukenndri húð
  • Forðist notkun á meðgöngu

    30 ml.

16.900 kr.
BL+ Retinol Cream 0,3%
BL+ Retinol Cream 0,3% BL+ Retinol Cream 0,3% BL+ Retinol Cream 0,3% BL+ Retinol Cream 0,3%

Ítarlegri upplýsingar um vöru

Notkun:
Berið kremið á hreina húð að kvöldi. Notið einungis lítið magn eða sem nemur dropa að stærð. Forðist snertingu við augu.

Gefið húðinni góðan tíma til að venjast - byrjið á að nota kremið einu sinni í viku í tvær vikur, síðan tvisvar í viku í tvær vikur. Ef kremið þolist vel skal auka notkun smám saman þar til kremið er borið á húðina öll kvöld. Þannig má hraða frumuendurnýjun enn frekar. Kremið er tilvalið fyrir þá sem eru að nota retínól í fyrsta skipti. Berið rakakrem á húðina á eftir ef þörf er á og notið sólarvörn á daginn.

BL+ COMPLEX
Nýtt, byltingarkennt innihaldsefni sem er afrakstur 30 ára rannsóknavinnu, nýtir einkaleyfi á hinum lífvirku örþörungum og kísil Bláa Lónsins og byggir á brautryðjandi tækni í sjálfbærri framleiðslu. Við hönnun á BL+ COMPLEX er notuð náttúruleg fosfólípíðferja til þess að koma einstakri blöndu af örþörungum og kísil djúpt niður í húðlögin til að hámarka virkni.BL+ COMPLEX vinnur gegn öldrun húðar með því að vernda kollagenbirgðir, örva nýmyndun kollagens og styrkja náttúrulegt varnarlag hennar.

BL+ COMPLEX er einstakt innihaldsefni á heimsvísu og finnst einungis í BL+ vörum.