Hjól
Verulega hvetjandi, áhrifarík og markviss þolþjálfun á hjóli þar sem unnið er með MYZONE púlsmælakerfið og unnið út frá litum á hjólinu sem hver stendur fyrir ákveðið álagsstig ,CBC (Coach by Color).
Unnið er á IC7 og IC8 hjólum frá Life Fitness sem talin eru vera bestu "innihjólin" á markaðnum.
Þú fylgist með púlsinum á risatjaldi sem hvetur þig áfram og gerir þjálfunina margfalt markvissari og skilvirkari.