Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla

Þóra Rós Guðbjartsdóttir

Þóra Rós er 3ja barna móðir, hlaupari, jógakennari og dansari með yfir 15 ára reynslu í að kenna dans, setja upp danssýningar og viðburði en jóga og hugleiðsla hefur átt hug hennar allan síðastliðin 6 ár.

Dansþráin hefur komið henni víða og leyft henni að ferðast um heiminn og útskrifast sem listdansari frá Performing Art School í Mexíkó þar sem hún bjó og starfaði í 4 ár.

Árið 2015 stofnaði hún 101 yoga sem var lítið dansstúdió á Njálsgötunni og rak þar og kenndi í 2 ár. Í dag er jóga stór partur af hennar lífi og hún reynir að tileinka sér heimspekina á bakvið jóga á hverjum degi og lifa eftir henni. Þóra trúir því að með réttu hugarfari sé hægt að ná markmiðunum sínum. 

Þóra hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í lífinu og hefur lært það að trúa og treysta á sjálfan sig skiptir öllu máli. Hún hefur oft gert mistök og þurft að byrja upp á nýtt en þessir hlutir hafa eingöngu gert hana að sterkari einstaklingi.

 

Lesa meira

Þóra Rós er 3ja barna móðir, hlaupari, jógakennari og dansari með yfir 15 ára reynslu í að kenna dans, setja upp danssýningar og viðburði en jóga og hugleiðsla hefur átt hug hennar allan síðastliðin 6 ár.

Dansþráin hefur komið henni víða og leyft henni að ferðast um heiminn og útskrifast sem listdansari frá Performing Art School í Mexíkó þar sem hún bjó og starfaði í 4 ár.

Árið 2015 stofnaði hún 101 yoga sem var lítið dansstúdió á Njálsgötunni og rak þar og kenndi í 2 ár. Í dag er jóga stór partur af hennar lífi og hún reynir að tileinka sér heimspekina á bakvið jóga á hverjum degi og lifa eftir henni. Þóra trúir því að með réttu hugarfari sé hægt að ná markmiðunum sínum. 

Þóra hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í lífinu og hefur lært það að trúa og treysta á sjálfan sig skiptir öllu máli. Hún hefur oft gert mistök og þurft að byrja upp á nýtt en þessir hlutir hafa eingöngu gert hana að sterkari einstaklingi.

 

Tímar með Þóra Rós Guðbjartsdóttir

Heitt jóga

Jógastöður eru iðkaðar í 34-36° hita

  • Mjúkur
Skoða nánar

Innrautt jógaflæði

Jógastöður eru iðkaðar í 32-34° innrauðum sal

  • Mjúkur
Skoða nánar

Aðrir kennarar