Fara yfir á efnissvæði
Gerast meðlimur
Mínar síður
Tímatafla

Gígja Sunneva Bjarnadóttir

Gígja Sunneva lauk meistaragráðu í heilsusálfræði og stafrænum inngripum frá Erasmus University í Rotterdam árið 2024 – einum fremsta háskóla Evrópu á sviði heilbrigðisvísinda. Hún útskrifaðist með hæstu lokaeinkunn og fékk viðurkenninguna cum laude fyrir framúrskarandi námsárangur.

Í tímum Gígju finna þátttakendur fyrir hlýju, glaðlegu og hvetjandi viðmóti hennar. Hún vinnur út frá heildrænni nálgun sem styrkir bæði líkama og huga og stuðlar að aukinni vellíðan. Heilsusálfræði skoðar hvernig líkamlegir, sálrænir og félagslegir þættir spila saman og hafa áhrif á heilsu. Gígja sérhæfir sig í heilsueflingu sem byggir á gagnreyndum aðferðum - bæði með ráðgjöf og hönnun tæknilausna.

Þekking hennar ásamt áralangri reynslu úr íþróttum og þjálfun gerir hana að einstökum leiðbeinanda.

„Ég vinn út frá heildrænni nálgun – legg áherslu á rétt form, meðvitaða öndun og styrkingu hugar – en fyrst og fremst vil ég að fólk finni gleðina við hreyfinguna. Þannig verður auðveldara að ná árangri sem endist!”

Á virkum dögum starfar Gígja hjá Greenfit, þar sem hún sinnir ráðgjöf, mælingum og þjálfun. Einnig er hún ráðgjafi á geðgjörgæslu Landspítalans.

Lesa meira

Gígja Sunneva lauk meistaragráðu í heilsusálfræði og stafrænum inngripum frá Erasmus University í Rotterdam árið 2024 – einum fremsta háskóla Evrópu á sviði heilbrigðisvísinda. Hún útskrifaðist með hæstu lokaeinkunn og fékk viðurkenninguna cum laude fyrir framúrskarandi námsárangur.

Í tímum Gígju finna þátttakendur fyrir hlýju, glaðlegu og hvetjandi viðmóti hennar. Hún vinnur út frá heildrænni nálgun sem styrkir bæði líkama og huga og stuðlar að aukinni vellíðan. Heilsusálfræði skoðar hvernig líkamlegir, sálrænir og félagslegir þættir spila saman og hafa áhrif á heilsu. Gígja sérhæfir sig í heilsueflingu sem byggir á gagnreyndum aðferðum - bæði með ráðgjöf og hönnun tæknilausna.

Þekking hennar ásamt áralangri reynslu úr íþróttum og þjálfun gerir hana að einstökum leiðbeinanda.

„Ég vinn út frá heildrænni nálgun – legg áherslu á rétt form, meðvitaða öndun og styrkingu hugar – en fyrst og fremst vil ég að fólk finni gleðina við hreyfinguna. Þannig verður auðveldara að ná árangri sem endist!”

Á virkum dögum starfar Gígja hjá Greenfit, þar sem hún sinnir ráðgjöf, mælingum og þjálfun. Einnig er hún ráðgjafi á geðgjörgæslu Landspítalans.

Tímar með Gígja Sunneva Bjarnadóttir

HIIT

Snöggálagsþjálfun með stuttum en krefjandi lotum.

  • Styrkur
  • Þol
Skoða nánar

Hjól

Verulega hvetjandi, áhrifarík og markviss þolþjálfun á hjóli.

  • Þol
Skoða nánar

Kröftug þjálfun kynningartími

Viltu prófa Kröftuga þjálfun hjá Gígju?

  • Styrkur
  • Þol
Skoða nánar

Skillrun

Hlaupabretti og lyftingar í þrumu stemningu.

  • Styrkur
  • Þol
Skoða nánar

Styrkur

Öflugur styrktartími þar sem markvisst er unnið að því að styrkja allan líkamann með fjölbreyttum útfærslum

  • Styrkur
Skoða nánar

Námskeið með Gígja Sunneva Bjarnadóttir

Kröftug þjálfun

Kröftug þjálfun

Hefst 2. september

Aðrir kennarar