Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla

Bjarni Már Ólafsson

Bjarni Már er léttlyndur bóndasonur sem ólst upp við sveitastörf á kúabúi foreldra sinna. Hann æfði frjálsar íþróttir og er með nokkra íslandsmeistaratitla á bakinu. Þess fyrir utan æfði hann fótbolta í mörg ár og hreyfing því fyrir löngu orðin eðlilegur hluti af daglegu lífi hans.

Tölfræði, persónulegar bætingar og keppni eru atriði sem knýja hann sjálfan áfram þegar hann æfir sjálfur og það keppnisskap á það til að smitast í þjálfun hans á öðrum. Ekki er langt síðan Bjarni dembdi sér í golfið og það á nú hug hans allan.

Annars reynir hann að nýta þær stundir sem hann er ekki að vinna í að dunda sér við smíðavinnu, hvort sem er við uppgerð heimilisins eða til aðstoðar fjölskyldu og vina. 

Besta leiðin til að ná árangri í ræktinni er þolinmæði. Auðvitað er hægt að ná rosalega miklum árangri á stuttum tíma en mér finnst eftirsóknarverðari árangur að koma hreyfingunni inn í rútínuna svo hún sé hluti af daglegu lífi til lengri tíma, helst alla ævi. Þá er gott að hafa eitthvað langtímamarkmið eða takmark í æfingunum sem maður hefur alltaf á bak við eyrað. Sjálfur fór ég í hjartalokuskiptaaðgerð fyrir nokkrum árum og hef því reynsluna af því að byggja mig upp algerlega frá upphafsreit. 

Bjarni hefur starfað hjá Hreyfingu sem sjúkraþjálfari og einkaþjálfari síðan 2015.

 

Lesa meira

Bjarni Már er léttlyndur bóndasonur sem ólst upp við sveitastörf á kúabúi foreldra sinna. Hann æfði frjálsar íþróttir og er með nokkra íslandsmeistaratitla á bakinu. Þess fyrir utan æfði hann fótbolta í mörg ár og hreyfing því fyrir löngu orðin eðlilegur hluti af daglegu lífi hans.

Tölfræði, persónulegar bætingar og keppni eru atriði sem knýja hann sjálfan áfram þegar hann æfir sjálfur og það keppnisskap á það til að smitast í þjálfun hans á öðrum. Ekki er langt síðan Bjarni dembdi sér í golfið og það á nú hug hans allan.

Annars reynir hann að nýta þær stundir sem hann er ekki að vinna í að dunda sér við smíðavinnu, hvort sem er við uppgerð heimilisins eða til aðstoðar fjölskyldu og vina. 

Besta leiðin til að ná árangri í ræktinni er þolinmæði. Auðvitað er hægt að ná rosalega miklum árangri á stuttum tíma en mér finnst eftirsóknarverðari árangur að koma hreyfingunni inn í rútínuna svo hún sé hluti af daglegu lífi til lengri tíma, helst alla ævi. Þá er gott að hafa eitthvað langtímamarkmið eða takmark í æfingunum sem maður hefur alltaf á bak við eyrað. Sjálfur fór ég í hjartalokuskiptaaðgerð fyrir nokkrum árum og hef því reynsluna af því að byggja mig upp algerlega frá upphafsreit. 

Bjarni hefur starfað hjá Hreyfingu sem sjúkraþjálfari og einkaþjálfari síðan 2015.

 

Aðrir kennarar